• JoomlaWorks Simple Image Rotator
Villa
  • Villa varð í hleðslu gagnamiðlara.

Verkstjóra- og stjórnendafélag Hafnarfjarðar

Fundargerð aðalfundar þann 29. apríl 2017

Haldinn var aðalfundur Verkstjóra –og stjónendafélags Hafnarfjarðar í Hlífarsalnum að Reykjarvíkurvegi 64. 29. apríl 2017 kl 10:00. 
Á fundinn mættu 21 félagi og gestir voru Skúli Sigurðsson forsti VSSÍ og Jóhann Baldursson framkvæmdarstjóri VSSÍ og fóru þeir yfir málefni sambandsins. 
Dagskrá :
1. Skýrsla stjórnar V.S,F.H. fyrir starfsárið 2016.
2. Reikningar ársins 2016
3. Lagabreytingar:
Fysta grein Félagið er  aðili að Sambandi stjórnendafélaga STF og lýtur lögum þess og fyrirmælum.                          Og viðbót við grein 19.
  Stjórn félagsins hefur fullt umboð til þess að kaupa og selja fasteignir þar með talin sumarhús þá hefur stjórnin fulla heimild til veðsettningar á eigum félagsins  Ávallt skal meirihluti stjórnar skrifa undir kaup sölu eða veðsettningar  stjórnin skal sjá um rekstur á fasteignum félagsins .                                                                                                                                                                                                           
4. Fréttir frá VSSÍ
5. Kaffiveitingar
6. Kosið í stjórn VSSÍ. 
Kosnir voru
Aðalmaður:Kjartan Salomonsson
Varamaður:Skúli R Hilmarsson.
7. Orlofsmál
8. Stjórnarkjör. 
Formaður: Steindór Gunnarsson
Ritari:       Ásmundur Jónsson
Gjaldkeri: Kjartan F Salomonsson
Meðstjónendur:
Reynir Kristjánsson
Skúli R Hilmarsson
Sigríður Theodóra Eiríksdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
 
Skoðunarmenn;
Sigurjón Ingvarsson
Guðbjartur Þormóðssom
9. Önnur mál
 
Skýrsla stjórnar V.S,F.H. fyrir starfsárið 2016.
Störf stjórnar hafa verið með hefðbundnum hætti síðasta starfsár . Haldnir voru 14 stjórnarfundir auk ýmissa aukafunda, þar sem leyst voru mál líðandi stundar sem upp komu á hverjum tíma.
Stjórnarfundir eru haldnir fyrsta fimmtudag hvers mánaðar kl 17:30 í húsnæði félagsins að Hellisgötu 16 Hafnarfirði.
Aðalfundur félagsins var haldinn 16.apríl 2016 í Hlífarsalnum að Reykjavíkurvegi 64 og mættu þar  26 félagar auk  tveggja gesta frá VSSÍ.
Gestir fundarins voru Skúli Sigurðsson forseti VSSÍ og Jóhann Baldursson framkvæmdstjóri VSSÍ.  Stungið var upp á Ásmundi Jónsssyni sem fundarstjóra og var það samþykkt. .
Rædd  voru ýmis málefni Verkstjórasamtakanna..... 
Kosning til stjórnar VSSÍ 2016-2017.
Aðalmaður:Steindór Gunnarsson.
Varamaður:Gunnar Guðnason.
Stjórn VSSÍ samþykkti á stjórnafundi þann 18 oktober 2016 að breyta nafni og merki sambandsins í Samband stjórnendafélaga Skamstafað STF .
Ég hvet félagsmenn til að kynna sér vefslóðina VSSI.is  þar geta félagsmenn  skoðað samninga, réttindi sín og ýmsa afslætti  sem tengjast  afláttarkorti sem VSSI sendi  til allra félagsmanna.  Þá  vil ég líka hvetja menn til að skoða menntunarmöguleika á fjarnámi og styrki þeim tengdum. VSFH  mun opna nýja heimasíðu inn á vef ¨VSSI.is¨ þar sem fram koma tilkynningar og upplýsingar um félagsstarfið framundan.Einnig gerta félagsmenn nýtt sér orlofshúsa og afsláttar kerfi VSSÍ. Svo  er í vinnslu gagvirk ”mínar síður” sem mun gera félagsmönnum kleift að skoða réttindi sín með því að fara inn með rafænum skilríkjum.
 Ég ítreka og skora á félagsmenn að kynna félagið fyrir öðrum stjórnendum sem þeir vita að eru ekki í stjórnunarfélagi, það er nauðsynlegt fyrir starf félagsins og samtökin í heild að félagafjölgun verði í þeirra röðum það eitt eflir félögin og samtökin.
Stjórnir VSFH og Þórs hafa átt í viðræðum um sameiningu félaganna.
Um síðustu jól sendi félagið öllum félagsmönnum jólakort og vasabók félagsins að vanda.
Félagið á tvö góð sumarhús sem eru Reynisstaðir í Úthlíð í Biskupstungum og húsið á sléttuni sem vinnheiti og er staðsett í Vaðnesi í Grímsnesi.
Dalakofinn í Reykjadal  við Flúði hefur verið settur á sölu. 
Rekstur sumarhúsanna  hefur gengið vel og er mjög góð nýting á báðum bústöðunum af  félagsmönnum og ber að þakka þeim sérstaklega sem hafa komið að rekstri og viðhaldi bústaðanna.   Fjöldi félaga VSFH um síðustu áramót voru 237 þar af 196  gjaldskildir 41 aldraðir félagar og þar af 3 heiðursfélagar.  Fjölgun félaga frá fyrra ári eru 7.  Fjárhagsleg staða félagsins er mjög góð eins og mun koma fram hjá gjaldkera hér á eftir.                                                                         
 Ég vil þakka stjórnarmönnum fyrir vel unnin störf á liðnum árum. 
Ég vil þakka Reyni Kristjánssyni fyrir frábært starf í stjórn VSFH sem gjaldkeri og dugmiklum í sjórn í 38 ár.
Einnig vil ég þakka Gunnari Guðnasyni ritara fyrir frábært starf í stjórn VSFH í 34 ár.
 
Steindór Gunnarsson formaður
 

Aðalfundur 2017

Aðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 29. apríl n.k. kl: 10:00 í Hlífarsalnum v.Reykjavíkurveg 54.

 

Dalakofinn til sölu!

Stjórn Verkstjóra- og stjórnendafélag Hafnarfjarðar hefur ákveðið að selja annan sumarbústað féagsins Dalakofann á Flúðum.

Bústaðurinn er ca. 80 fermetrar að stærð og er staðsettur að Dalabyggð 25, Flúðum. Húsbúnaður getur fylgt með.

Sjá myndir undir Orlofsmál.

Allar upplýsingar veitir Reynir Kristjánsson gjaldkeri gsm-896-6564.

   

Nýr pottur og sólpallur á Reynisstöðum í Úthlíð

Búið er að setja nýjan pott og gera sólpallinn upp við sumarhús félagsins, Reynisstöðum í Úthlíð.Nýr sólpallur

 

Um félagið

Nýtt félagsmerki Verksjóra -og stjórnendafélg Hafnarfjarðar

Um félagið........

Verkstjórafélag Hafnarfjarðar VFH var stofnað 6.12.1940. Nafni félagsins var breitt á aðalfundi VFH 6.04.2013 í Verkstjóra og - stjórnendafélag Hafnarfjaðar VSFH.

Stjórnina skipa:

Steindór Gunnarsson formaður

Gunnar Guðnason ritari

Reynir Kristjánsson gjaldkeri

Bergsveinn S Bergsveinsson meðstjórnandi

Ásmundur Jónsson meðstjórnandi

Kjartan Salómonsson meðstjórnandi

Skúli R Hilmarsson meðstjórnandi

 

   

Fréttir frá VSSÍ

Fréttaveita

Verkstjórafélag Hafnarfjarðar - Kt. 410372-0299 - Hellisgötu 16,  220 Hafnarfirði - Sími 555-4237 - Stéttarfélagsnr. 0934