SJÚKRASJÓÐUR

SJÚKRASJÓÐUR

05
maí

Um sjúkrasjóð

Árið 1974 var Sjúkrasjóður verkstjóra- og stjórnenda settur á laggirnar og í dag er hann einn af öflugustu sjúkrasjóðum landsins. Markmið sjóðsins er að greiða bætur til verkstjóra og stjórnenda í veikinda og slysatilfellum. Fullgildur starfandi félagi á rétt á sjúkradagpeningagreiðslum í eitt ár og einnig eru veittir styrkir til endurhæfingar. Ásamt því að veita styrk til sjúkraþjálfunar eða kírópraktorsmeðferðar eiga félagsmenn rétt á ýmiss konar forvarnarstyrkjum sem og styrkjum til sjón- og heyrnatækjakaupa. Sjúkrasjóður VSSÍ kemur til móts við félagsmenn fari þeir í frjósemismeðferð eða ættleiði barn en einnig eru veittir sérstakir fæðingarstyrkir. Við fráfall félagsmanns greiðir sjúkrasjóður dánarbætur til aðstandenda.

Nýráðinn verkstjóri eða stjórnandi tekur með sér áunnin réttindi úr fyrri sjóði og nýtur fullra bóta um leið og hann aflar aukinna réttinda. Hafi félagsmaður greitt í sjúkrasjóð síðustu 10 ár starfsævi sinnar heldur hann réttindum í sjúkrasjóði það sem eftir er ævinnar að undanskildum rétti til sjúkradagpeningagreiðslna.

Sjúkrasjóður VSSÍ á íbúð í Lautasmára 5 sem eingöngu er leigð út vegna veikindatilfella verkstjóra utan höfuðborgarsvæðisins, maka eða barna undir 18 ára aldri á hans framfæri.

 
Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda.