Útgefið efni

Greinar

26
maí

Endurmenntun verkstjóra í brennidepli

Með samkomulagi árið 2008 milli Samtaka atvinnulífsins og Verkstjórasambands Íslands var stofnaður Starfsmenntasjóður þessara aðila. Með því var stigið mikilvægt skref til að bæta úr brýnni þörf á endurmenntun fyrir millistjórnendur í þessu landi. Í ljós hefur komið að Ísland hefur dregist aftur úr öðrum hvað varðar stjórnun í fyrirtækjum og á það ekki síst við um verkstjóra sem því miður hafa setið utan garðs hvað varðar alla grunn- og endurmenntun undanfarið á meðan aðrir starfshópar hafa fengið tækifæri sem hafa komið þeim og fyrirtækjunum vel. Enda þótt Verkstjórnarfræðslan á Keldnaholti hafið að mörgu leyti gegnt sínu hlutverki allvel í mörg ár þá þarf að efla hana mikið til þess að hún og aðrir sem sinna fræðslu verkstjóra geti staðið undir væntingum í nútíma samfélagi þar sem allt gengur út á að standast alþjóða samkeppni. Þess vegna var stofnun Starfsmenntasjóðsins merkur áfangi sem forstöðumenn málm- og véltæknifyrirtækja eru hvatir til að nýta sér til að auka hæfni verkstjóra sinna.

Marmið sjóðsins er að stuðla að því að starfandi verkstjórum bjóðist heilstæð grunn- og endurmenntun sem uppfyllir þekkingarkröfur sem verkstjórar þurfa að búa yfir á hverjum tíma. Þessar kröfur eru skilgreindar í reglum sjóðsins, sem setta voru saman til að meta styrkhæfni námsframboðs. Þar eru tíundaðar þær hæfnikröfur sem lagðar eru til grundvallar þegar úrskurðað er hvort námskeið sú styrkhæf. Samkvæmt vinnureglum sjóðsins skal umsækjandi skoða hvort tiltekið námskeið, sem hann hefur hug á að sækja, sé styrkhæft áður en hann gengur frá umsókn. Í þessum ruglum er einnig getið um hverjir eiga rétt á styrk, hámark kostnaðar sem sjóðurinn greiðir fyrir þátttöku á námskeiðum og fleiri atriði.

Þeim sem hyggjast sækja um styrk úr sjóðnum er bent á að kynna sér framangreindar reglur og sækja síðan um á eyðublaði sem finna má hér.

 

Ingólfur Sverrisson. 2010. Endurmenntun verkstjóra í brennidepli. Málmiðnaður, Fréttaauki íslensk iðnaðar. 1.tbl. 16.árg